Árshátíð

Árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar fór fram í gær. Nemendur á Eldhömrum og 1. - 7. bekkur komu fram og sýndu leikrit, söng og sketsa. 
Um kynningu sáu nemendur í 7. bekk.

Allir stóðu sig frábærlega og var þetta stórkostleg árshátíð í alla staði.
Það var fullt hús af áhorfendum og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Nemendur í 8. - 10. bekk héldu síðan sína árshátíð um kvöldið og foreldrar sáu um matinn og frágang og þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina. 

Myndir inni á myndasafni merkt Árshátíð 2023.

Páskafrí hefst mánudaginn 3. apríl og nemendur mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl.

GLEÐILEGA PÁSKA