Þessi vika hefur verið fjörug að vanda og í dag eru búnir 100 dimmustu dagar vetrar og því bjartara framundan í orðsins fyllstu merkingu.
Í gær var 112 dagurinn og keyrði bílafloti bráðaaðila framhjá skólanum í tilefni hans með pompi og prakt. Sírenuvælið hljómaði eins og fallegur fuglasöngur að vori, eða ekki. Ljósið fylgdu að sjálfsögðu.
Í vali gátu nemendur á yngsta stigi fengið að velja Bingó með veglegum vinningum.
Á mánudaginn er bolludagur og að sjálfsögðu mega nemendur koma með bollu í nesti.
Á miðvikudaginn í næstu viku ætlum að gera okkur glaðan dag á öskudaginn og mega nemendur koma í búningum í tilefni hans.
Góða helgi