Það var líf og fjör í íþróttahúsinu hjá okkur þegar nemendur í 5. og 6. bekk fengu skemmtilega heimsókn frá Borja González, landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í blaki.
Borja leiddi krakkana í stuttri upphitun þar sem þau lærðu nokkur grunnatriði í blaki. Að því loknu var skipt í sex lið, og nemendur tóku þátt í Skólablaki þar sem þeir spiluðu sín á milli.
Krakkarnir nutu sín í botn og höfðu mjög gaman af. Við þökkum Borja kærlega fyrir komuna.
Fleiri myndir inni á myndasíðu.