Dagur íslenskar tungu

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar tóku virkan þátt í hátíðarhöldum á degi íslenskrar tónlistar. Þau tóku þátt í samsöng sem fór fram í beinu streymi frá Hörpu. Helgi Björnsson stýrði söngnum og skapaði einstaka stemningu.
Kl. 10:00 var sungið lagið Húsið og ég, og tóku allir undir sem tóku þátt í viðburðinum. Í kjölfarið var auðvitað tekin nokkur vel valin jólalög, þar sem allir voru komnir í stuð og jólaskap.