Á Eldhömrum er lagt mikið upp úr útinámi. Þau fengu Skógræktarfélag Eyrarsveitar í lið með sér og fóru og góðursettu grenitré í tilefni dagsins á reit grunnskólans. Til þess að komast á staðinn þarf að vaða yfir læk og klifra upp brekku. Með góðri samvinnu gekk þetta vel og allir komust yfir lækinn. Gunnar var þolinmóður við krakkana og aðstoðaði þau við gróðursetninguna. Misjafn áhugi var á því að gróðursetja en öll börnin fengu amk 1 tré og þau sem höfðu meiri áhuga fengu tækifæri til að gróðursetja fleiri. Það komu allir glaðir og blautir í Eldhamra eftir þessa ævintýraferð!
Fleiri myndir inni á myndasafni