Til hamingju með daginn!
Í dag er 16. nóvember, dagur íslenskrar tungu. Dagurinn er jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Á þessum degi hefst ræktunarhluti Stóru upplestrarkeppninnar auk þess sem mörg önnur skemmtileg verkefni eru sett formlega.
Stóra upplestrarkeppnin fer af stað í 25. sinn í á vegum Radda. Verkefnið varð með árunum að landsverkefni og er nú svo komið að nær allir skólar á landinu taka árlega þátt. Hér á Snæfellsnesi halda skólarnir upp á Stóru upplestrarkeppnina saman undir forystu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Skólaárið 2020-2021 er síðasta skiptið sem Stóra upplestrarkeppnin verður haldin sameiginlega fyrir allt landið og eftir það mun keppnin verða á vegum einstakra sveitarfélaga.