Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Auk þess að vera eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar var hann mikilvirkur nýyrðasmiður og eigum við honum að þakka fjölbreytt orð á borð við rafmagn, mörgæs og stuttbuxur.
Í tilefni dagsins eru unnin fjölbreytt verkefni í skólanum sem minna okkur á mikilvægi íslenskunnar og þess að rækta hana.
Nemendur í unglingadeild fengu t.a.m. það verkefni að raða saman orðhlutum og búa til nýyrði að hætti Jónasar.
Meðal nýyrða dagsins sem munu vonandi skreyta orðaforða okkar eru:
Misvegsamur = Einhver sem villist auðveldlega.
Brjóstsamur = Klaufi
Vanlesingi = Einhver sem gleymdi að lesa heima.
Oflesa = Að lesa of mikið.
Dugráð = Ráð sem dugar.
Hafleg = Eitthvað sem væri gott að eiga.
Fleiri myndir inni á myndasíðu merkt Dagur íslenskrar tungu.