Eldhamrar

Við á Eldhömrum erum með þemavikur þar sem við erum að skoða umhverfið, flokkun og endurvinnslu. Við ætlum að meðal annars að endurvinna pappír, vikta matinn sem við hendum í brúnu tunnuna, föndra úr  endurvinnalegu efni og skoða hvernig við flokkum inn á deildinni okkar. 

Fyrsta verkið okkar var að fara út og týna rusl. Allir fengu poka sem við erum að endurnýta og hanska. Við fórum niður í þríhyrning og í fjöruna og þar fundum við fullt af rusli sem við tókum með okkur upp á deild og flokkuðum og hentu í viðeigandi tunnur.  
Fleiri myndir inni á myndasafni.