Bókaklúbbur skólabókasafnsins

Bókaklúbbur skólabókasafnsins eru í fullum gangi og byrjar nýtt tímabil núna eftir páska. Það er val hvers og eins að taka þátt og sumir þátttakendur eru að ná hæstu hæðum í lestri, hæðum sem þau sjálf héldu að þau gætu ekki náð. Það er því gaman að segja frá því að á dögunum sprengdi nemandi í 4. bekk lestrarmúrinn en Jódís Kristín Jónsdóttir afrekaði það,  fyrst af öllum, að klára skráningarblaðið sitt og lesa 40 bækur á aðeins sex vikum!  Hún las samtals 4890 blaðsíður en það gera rúmlega 100 blaðsíður á dag, alla daga í þessar sex vikur.  Hún er vel á veg komin með skráningarblað númer 2 og stefnir á annað viðurkenningarskjal.   Þetta er ótrúlegur árangur sem hefur vakið athygli víða og óskum við Jódísi innilega til hamingju með þennan frábæra lestrarárangur.  
 
Tilgangur klúbbsins er að víkka áhugasvið barnanna á bókum, fá þau til að lesa bækur sem þau hefðu jafnvel ekki valið sér sjálf.  Markmiðið er að fá þau til að lesa aðeins meira en bara þennan nauðsynlegan heimalestur sem kennararnir leggja fyrir.  Annars er Lilja alltaf til í að svara spurningum og hægt að senda henni tölvupóst eða skilaboð.