Lestrarátak bókasafnsins er í fullum gangi. Fyrir hverjar 500 bls. sem lesnar eru fá krakkarnir að snúa lukkuhjóli og þar er ýmislegt skemmtilegt í boði. Tinna í 4. bekk var svo heppin að vinna spilastund á bókasafninu fyrir bókasafnshópinn sinn svo við breyttum snjóhúsinu í spilavíti og skelltum okkur í Krakkakviss. Fljótlega tóku Aron og Hilmar forystu og leikar fóru þannig að þeir urðu jafnir að stigum. Kjartan var svo sá sem vissi lokaspurninguna og er því krýndur "sá sterkasti á lokasprettinum".
Bókakviss-spurning dagsins til ykkar er svo þessi:
Hverjir fundu upp bækur?