Fíasól

Þá er sýningum lokið á leikritinu Fíasól - gefst aldrei upp! 🎭
Viðbrögð fóru fram úr okkar björtustu vonum. Upphaflega átti bara að sýna leikritið fyrir aðstaðdendur nemenda. En sýningin vakti mikla athygli og komu bæjarbúar ótengdir nemendum og aðrir gestir frá nágrannabæjum á sýningarnar. Hátt í 600 manns komu og horfðu á Fíusól - sem okkur þykir mjög skemmtilegt.
Æfingar hófust snemma í haust í leiklistartímum hjá Grétu. Þar fengu leikhópar handritin sín afhent. Mikill spenningur varð strax fyrir leikritinu og hafa nemendur unnið að því jafnt og þétt yfir veturinn. Í febrúar byrjuðu svo reglulegar æfingar með öllum leikhópnum. Gréta og Rósa héldu utan um hópinn í öllu ferlinu af fagmennsku og góðri samvinnu. Leikmyndin fór að týnast á sviðið í byrjum mars, sviðsmenn fóru að vinna sína vinnu o.s.frv. Útkoman varð svo þessi glæsilega sýning sem við erum svo stolt af. ✨
Hæfileikaríku nemendur í 6. og 7. bekk eiga stórt hrós skilið fyrir mikla vinnu síðustu mánuði sem þau skiluðu svo frábærlega á sýningunum. Leikgleðin skein í gegn! 🎉
Að sýningunni komu einnig fjórir strákar af unglingastigi sem sinntu hljóði og ljósi undir stjórn Mána. Það voru þeir Einir Hugi, Ásgeir Veigar, Daniel og Hans Bjarni. Fanney Lilja, Krista Rún, Rakel Rós, Diljá og Valdís Erla sáu um hár og förðun á leikurunum. En allir þessir krakkar völdu þessi verkefni í valáfanga og erum við afar þakklát fyrir þeirra framlag.
Nokkrar galvaskar mömmur í foreldrarhópnum sáu um sjoppuna á leiksýningunni.
Það er ómetanlegt að fá stuðning frá foreldrum þegar farið er út í svona verkefni. Öll smáatriði gerðu sýninguna svo töfrandi! Einnig voru foreldrar dugleg að koma með bakkelsi fyrir okkur á meðan æfingum stóð og það gladdi svo sannarlega
Um sviðsmyndina sáu þær Gréta, Rósa og Dagbjört Lína og Dagný Rut. Unnið var jafnt á þétt yfir veturinn í smiðjum á miðstigi ásamt því að unnið var nokkra seinniparta síðustu tvær vikurnar fyrir sýningu. Til að mynda mættu nokkrir nemendur á starfsdegi og máluðu leikmynd ásamt kennurunum sínum. Metnaðurinn og áhuginn var það mikil. 🤩
Sævar og Elvar starfsmenn áhaldahúss fluttu fyrir okkur allskyns hluti og eiga þeir skilið þakkir fyrir.
Herdís okkar sá um miðasölu og prjónaði einnig peysurnar á stelpurnar sem léku Fíusól. Takk elsku Herdís!
Gréta og Rósa sáu um búninga á leikurum.
Það sem stendur upp úr eftir alla vinnuna á bakvið sýninguna eru sigrarnir og lærdómurinn við að setja upp slíka sýningu. Nemendahópurinn þurfti heldur betur að skora á sig en stendur núna enn þéttari eftir allt saman og lærdómurinn þar á eftir.
Næst á dagskrá er árshátíð 10.apríl. Þar munu allir nemendur grunnskólans stíga á stokk og sýna glæsileg atriði sem hafa verið í æfingu síðustu vikur.🌿
Hér má sjá allar myndir frá Tómasi Frey. ➡️ https://www.grundo.is/is/moya/gallery/index/index/_/fia-sol