Síðustu vikur erum við búin að vera að vinna allskonar verkefni tengt fjörunni og lífverum sem þar búa.
Við enduðum á því að fara í fjöruferð, þar var mikið skoðað, rannsakað og hugmyndaflugið fékk að njóta sín. Við fundum marga áhugaverða hluti eins og kjálkabein með tönnum úr fiski, beinagrind af fugl, hluta af krabba, þang og mjög margar marflær. Það var spennandi að lyfta steinum og reyna að finna sem flestar marflær sem voru skríðandi út um allt.
Það var gaman að sjá alla njóta sín í þessari skemmtilegu ferð. Fleiri myndir inni á myndasafni merkt Fjöruferð 1. og 2. bekkjar.