Vikan gekk vel og óhætt að segja að allir eru að verða betri í því að virða ímynduð hólf og skiptingar. Nokkrir hlutir voru farnir að slípast betur saman þegar leið á vikuna. Veðrið var gott næstum alla dagana og auðveldaði það bæði leik og starf.
Þetta samkomubann er auðveldara í framkvæmd þar sem nemendur geta farið í sameiginleg svæði, þó ekki á sama tíma og sótthreinsað snertifleti á milli.
Sama fyrirkomulag verður í næstu viku.
1, - 4. bekkur mætir 8:10
5. - 7. bekkur 8:20 -
8. - 10. bekkur mætir kl. 8:50 á mánudag.
Njótið helgarinnar