Góðar fréttir fyrir alla skáksnillingana okkar!

Nú er að hefjast Skólanetskákmót Skáksambands Íslands og hvetjum við alla nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar til að taka þátt.
Keppt er á chess.com fyrsta sunnudag í hverjum mánuði í vetur kl 17:00 og tekur hver keppandi 7 skákir á hverju móti.
Keppt er í hverjum bekk fyrir sig og glæsileg verðlaun eru í boði. 
 
Frekari upplýsingar má finna á vef Skáksambandsins :https://skak.is/2020/09/27/skolanetskakmot-islands-hefur-gongu-sina-a-ny/