Í dag hófst verkefnið ,,göngum í skólann. Grunnskóli Grundarfjarðar ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í verkefninu og munum við tileinka næstu viku í allskonar hreyfingar uppbroti.
Næsta vika verður tileinkuð hreyfingu.
Á þriðjudaginn verður Ólympíuhlaup ÍSÍ sett í Grundarfirði. Starfsmenn frá ÍSÍ og Blossi lukkudýr Smáþjóðleikanna 2015 setja hlaupið og verður ræst út í nokkrum hópum.
Unglingarnir fá svo fyrirlestur í boði Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Margskonar uppbrot verður á hverjum degi en meðal annars má nefna fjölbreyttir leikir á stóra fótboltavellinum hjá hverjum bekk fyrir sig. Gönguferðir og margskonar útivist.
Munum setja inn drög að dagskrá í lok þessarar viku.
Skipulag vetrarins eru á facebook síðu UMFG. Getið komist á hana með því að ýta hér