Hárgreiðslustofa

Mikill áhugi hefur verið fyrir hárgreiðslu og hafa margir nemendur svalað þeirri þörf með því að standa fyrir hárgreiðslu í skólanum þegar við á. Þar hefur verið í boði almenn greiðsla, sléttun, krullur og litun.

Guðrún Hrönn hjá Silfur hræðist ekki samkeppnina heldur kom færandi hendi með mikið magn af allskyns hárvörum svo sem blásara, sléttujárn, hárbursta, teyjur, hárliti, greiður og þökkum við henni kærlega fyrir gjöfina.

Á föstudaginn var nokkur erill á hárgreiðslustofunni þar sem börnin gengu glöð inn í helgina með nýjar greiðslur. Vonum að foreldrar hafi verið jafn ánægðir með útkomuna.

Fleiri myndir eru inni á myndasíðunni.

Á mánudag er svo bolludagur en þá er nemendum frjálst að koma með bollu.

Foreldrafélagið verður svo með öskudagshátíð í íþróttahúsinu á miðvikudaginn kl. 13:00

N.k. föstudag, 24.febrúar, er starfsdagur. Vetrarfrí er síðan mánudaginn 26.febrúar