Í gær fengum við gesti frá Hamraskóla í Reykjavík sem komu og fengu að taka út snillismiðju skólans sem hefur vakið athygli meðal kollega víða um land.
Tveir fyrrverandi starfsmenn voru meðal gesta en það voru þær Anna Bergsdóttir og Helga Guðrún. Með þeim voru þær Hildur Gylfadóttir og Hlíf Magnúsdóttir.
Nú á vordögum má búast við fleiri heimsóknum í snillismiðjuna til hennar Línu sem við erum ákaflega stolt af.