Hreyfivika

Í tilefni af hreyfiviku Evrópu í Grundarfirði var ákveðið að hafa grænmetisþema í skólanum. Við útbjuggum allskyns mat úr grænmeti hver hópur fyrir sig í heimilisfræði. Má þar td nefna haustsúpu, grænmetisbakka með pasta, grænmetisskrímsli/dýr/andlit með ídýfum, gleikjó (grænmetissleikjó) auk þess að 8-10b gerði kjötsúpu! Í hverjum tíma var svo rætt um mismunandi grænmeti, hvað það gerir fyrir okkur og smakkaðar “nýjar”tegundir af grænmeti sem nemendur höfðu ekki smakkað áður. Fleiri myndir inni á myndasíðu.