Jól í skókassa

Eins og undanfarin ár höfum við í Grunnskóla Grundarfjarðar tekið þátt í verkefninu "Jól í skókassa" sem er á vegum KFUM og KFUK og er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Kassarnir verða sendir til þeirra sem þurfa í Ukrainu t.d. á munaðarleysingaheimilum og barnaspítölum.

Það eru Salbjörg Nóadóttir og Anna Husgaard sem sjá um verkefnið hér í Grundarfirði og tóku þær á móti krökkunum í Safnaðarheimilinu í gær og leystu þau út með smákökur. Alls söfnuðust 68 skókassar sem koma til með að gleðja hjörtu um jólin. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu KFUM https://www.kfum.is/skokassar/

Takk kærlega fyrir þátttökuna