Næstkomandi miðvikudag eða 4. des verður sannkallað jólabókaflóð í Samkomuhúsinu okkar hér í Grundarfirði en þá ætla krakkarnir að bjóða öllum bæjarbúum á bókamessu. Þar ætla krakkarnir að spjalla við höfundana Bergrúnu Írisi, Hjalta Halldórsson, Hildi Knútsdóttur og Emblu Bachmann en þessir höfundar eru allir nýbúnir að gefa út barna og unglingabækur fyrir þessi jól og Embla og Hildur eru nýbúnar að fá tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesið verður upp úr bókunum og höfundar verða með bækurnar sínar til sölu og árita.
Að auki verða bókakynningar upp um alla veggi en rúmlega þrjátíu krakkar koma að þessu og hafa skrifað kynningar um nýútkomnar barna og unglingabækur eftir íslenska höfunda.
Við hvetjum ykkur öll til að mæta í Samkomushúsið og hlusta á krakkana og þessa flotta höfunda.
Viðburðurinn hefst kl. 17 og það eru allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.