Þá er þessari klifurviku að ljúka og síðasti dagurinn á morgun, fimmtudag.
Klifurfell fékk styrk frá Lionshreyfingu Grundarfjarðar til að nota í æskulýðsstarf og var styrkurinn notaður til að bjóða öllum nemendum í Grunnskóla Grundarfjarðar og nemendum í FSN að prófa undir handleiðslu Emils Orra klifurþjálfara.
Við þökkum kærlega fyrir okkur, Í dag er dagur íslenskrar náttúru og var hugmyndin að nýta daginn sem mest til útiveru. Því miður lék veðrið ekki við okkur og færðist kennsla að mestu leiti inn. Hér má sjá nemendur í 1. bekk í stöðvaþjálfun í íþróttahúsinu.
Á föstudaginn er svo starfsdagur á Eldhömrum og grunnskólanum og því eru nemendur í fríi þann dag.