Síðastliðinn fimmtudag flutti leiklistarhópurinn í 5.bekk leikritið Geiturnar þrjár fyrir nemendur á Leikskólanum Sólvöllum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel bæði í undirbúning og sýningunni sjálfri. Krakkarnir á leikskólanum eru að fara að vinna áfram með söguna og var því gaman að fá að taka þátt í því að vera kveikja að því verkefni sem framundan er hjá þeim. Eftir sýningu fengu leikskólabörnin að prófa brúnna og grímurnar hjá krökkunum. Mjög skemmtileg heimsókn!
Fleiri myndir inni á myndasíðu.