List- og verkgreinar
Næstkomandi vor mun ekki verða sýning á vinnu nemenda í verkgreinum. Í stað þess þá er kominn sýningaskápur í efra anddyri fyrir listmunina. Þegar nemendur ljúka við verkefnin sín þá fara hlutirnir þeirra upp í skápinn í stuttan tíma. Síðan fá nemendur listmunina sína heim.
2 og 3. bekkur hafa verið að vinna við skrímslagerð í hönnun og smíði. Skrímslin eru hönnuð og smíðuð með speglun í huga og komu margar mjög svo skemmtilegar furðuverur út frá því. Nemendur brutu saman blað og teiknuðu helminginn af sínu skrímsli. Síðan var formið fært yfir á krossvið, sagað út og pússað vel. Nemendur gáfu sér góðan tíma í að mála og skreyta skrímslin sín. Að lokum var smíðaður standur undir skrímslið og hann skreyttur að hvers og eins smekk. Mikil spenna var hjá öðrum bekk þegar þau fóru með verkefnin sín í sýningaskápinn. Þriðji bekkur er búinn að fá allt sitt heim og var mikil tilhlökkun vegna þess.
Myndir inni á myndasíðu merkt Smíði og hönnun,