Nemendur í áfanganum óvissu- og vettvangsferðir heimsækja nýjan stað í hverri viku. Í síðustu viku fórum við á golfvöllinn og í dag heimsóttum við Vélsmiðju Grundarfjarðar. Remek sýndi hópnum vélsmiðjuna og sagði frá tækifærum í málmsuðubransanum. Adam sýndi okkur svo bifvélaverkstæðið og óteljandi verkfæri sem notuð eru til að gera við bílana. Í hópnum eru 5 áhugasamir nemendur í 9. og 10. bekk.
Ef þið hafið tök á að bjóða hópnum til ykkar í klukkutíma einn mánudaginn í haust endilega hafið samband