Þá er páskahátíðin á næsta leiti og skólastarfið að fara í langþráð páskafrí. Allir eiga þakkir skildar fyrir sinn þátt í að láta starfsemi skólans ganga eins vel og hægt er. Veit að breytingarnar heima fyrir eru ekki síðri en innandyra í skólanum. Viljum við þakka fyrir tillitssemina og skilninginn í þessu ástandi en óhætt er að segja að nemendur hafa tekið þessu með æðruleysi og opnum hug.
Ljóst er að samkomubannið mun haldast óbreytt til 4.maí og verður afnumið í áföngum. Skólastarfið verður því með breyttu sniði til vors.
Páksafrí er frá 4. apríl til 14. apríl, að báðum dögum meðtöldum einnig á Eldhömrum.
Skrifstofa skólans er lokuð í fríinu
Skóli hefst skv stundarskrá miðvikudaginn 15. apríl
Gleðilega páska