Sjálfstæð verkefni í Umhverfismennt

 
Nemendur í 6.-7. bekk voru í umhverfismennt fyrr í vetur og spruttu uppúr því nokkur spennandi verkefni sem nemendur skipulögðu sjálfir. 
Þessar stúlkur héldu til að mynda keppnina Göngum í skólann vikuna 11.-15. maí þar sem keppt var um hvaða bekkur er duglegastur að ganga/hjóla í skólann.
 Í næstu viku ætlar svo annar hópur að halda skólaplokk og virkja skólann til að tína rusl úr nærumhverfinu. 
Þannig ætla þessir duglegu nemendur að virkja skólafélaga sína og vekja þá til umhugsunar um umhverfismál.