Þann 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur á Eldhömrum. Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.
Börnin á Eldhömrum buðu fjölskyldum sínum, kennurum og bæjarstjóra að koma á sjóræningjahátíð sem einnig er lokadagur sjóræningjaþema sem hefur verið síðustu vikur. Í sjóræningjaþemanu er unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og allskyns föndri, leikjum, sögugerð, unnið með styrkleika einstaklingsins og fleira. Á hátíðinni var afrakstur síðustu vikna til sýnis, veitingar í boði og skynjunarleikir sem börn og gestir höfðu gaman af.
Fleiri myndir inni á myndasíðu.