Skákmót

Á föstudögum eru valtímar hjá 1.-7. bekk þar sem nemendur geta farið á milli kennslustofa og valið sér verkefni. Fjölbreytt úrval er á boðstólum og t.a.m. hefur verið spriklað í íþróttasal, "just dance", búningaleikur, perlur og litir eða bingo svo fátt eitt sé nefnt.
 
Síðasta föstudag (15. október) var stutt skákmót í valtímanum og unglingadeildinni boðið að vera með. 
Metþátttaka var í mótinu, 32 nemendur eða um þriðjungur nemenda tóku þátt og tefldu þrjár umferðir.
 
Þátttakendur voru á öllum aldri og gáfu þeir yngri þeim elstu ekkert eftir. Eftir þrjár umferðir var svo komið að hádegismat en 4 efstu tóku ekki annað í mál en að skera úr um sigurvegara.
Þeir Alexander Freyr Ágústsson og Gísli Sigurbjörnsson (10. bekk) mættu þá Sindra Snæ Hinrikssyni og Sævari Hjalta Þorsteinssyni (5. og 4. bekk). Endaði sú orrahríð með því að Sindri Snær stóð uppi sem sigurvegarinn.
 
Fleiri myndir af skátmótinu eru inni á myndasafni.