Skákmót

Laugardaginn 13. apríl var haldið Íslandsmót barnaskólasveita (4.-7. bekkur) í Rimaskóla í Grafarvogi. 

Grunnskóli Grundarfjarðar sendi fríðan flokk af okkar efnilegustu og áhugasömustu skákkempum á mótið.

Sveitina skipuðu:
Sindri Snær Hinriksson 7. bekk
Gunnar Smári Ragnarsson 6. bekk
Sævar Hjalti Þorsteinsson 6. bekk
Kyrylo Tukachov 6. bekk
Kristján Pétur Runólfsson 6. bekk
og Hilmar Örn Runólfsson 4. bekk
 
Árangurinn lét ekki á sér standa, þrátt fyrir að vera í fyrsta sinn á stórmóti, en 35 sveitir víðsvegar um land tóku þátt. Skáksveit Grunnskóla Grundarfjarðar náði 18 vinningum í 8 umferðum og enduðu í 8.-10. sæti. Þeir lönduðu silfurpening fyrir árangur landsbyggðarsveita.
 
Óskum þeim til hamingju með flottan árangur