Snjódagur

Föstudaginn 5. apríl var útivistadagur í skólanum. 1.-3. bekkur fór í ævintýraferð út í snjóinn. Ferðinni var heitið upp í skógrækt en vegna snjóþunga fóru nemendur upp í gil. Gilið býður upp allskonar skemmtilega hreyfingu. Nemendur voru meðal annars að renna sér og búa til allskonar brautir. Það var útbúinn bíósalur í brekkunni og fyrir neðan voru börnin með lifandi bíósýningu. Þeim fannst vatnið renna full hægt og reyndu þau að brjóta ísinn svo lækurinn ætti greiðari leið niður að sjó. Ferðin endaði á heitu kakói og myndasýningu frá ferðinni.  

Nemendur í 4. – 10. bekk fóru ýmist á skíði eða léku sér úti í góða veðrinu. Kennarar, starfsfólk skólans og fulltrúar úr skíðaráði voru í skíðabrekkunni og stóðu vaktina í gæslunni og hjálpuðu þeim sem voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum/bretti. Nemendur voru til fyrirmyndar og var gaman að sjá hversu margir voru tilbúnir að prófa í fyrsta sinn. 

Dagurinn einkenndist af gleði og góðum félagsskap. 

Við færum Skíðasvæði Snæfellsness bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að fara í lyftuna utan opnunartíma og aðstoða okkur í brekkunni. 

Fleiri myndir inni á myndasíðu merkt "Snjódagur apríl 2024".