Skógarferð - miðstig

Miðvikudaginn 5 maí, fór miðstigið saman í skógarferð í samfélags- og náttúrufræði. Nemendur leituðu að allskonar lífi í skóginum, sérstaklega skordýrum og settu í dollur með stækkunargleri sem við erum nýbúin að fá fyrir útikennsluna okkar. Það fundust ormar, lirfur, sniglar og járnsmiðir og var gaman að skoða. Í lok tímans var svo tekinn einn góður feluleikur, þar sem einn nemandi lenti í smá vandræðum með að komast niður úr tré eftir að hafa klifrað nokkuð hátt uppí grenitré. Í trénu fannst hreiður sem stoppaði nemandann að fara hærra. 
Fleiri myndir inni á myndasafni.

Rósa og Ingibjörg