Á skóladagatalinu sem samþykkt var síðasta vor voru fyrirhugaðir starfsdagar þann 20. - 21. janúar og svo 24.janúar. Voru þeir hugsaðir til endurmenntunar fyrir starfsfólk, að fara á ráðstefnu í London og/eða skólaheimsóknir. Nú er ljóst að ekki eru forsendur fyrir námsferð af því tagi. Því höfum við ákveðið að breyta skóladagatalinu á þann veg að skipulagsdagurinn 20.-21 janúar færast yfir á 24. - 25. febrúar. Starfsdagurinn 24. janúar heldur sér. Skólanefnd hefur samþykkt breytinguna og mun hún taka gildi strax.
Nýtt dagatal er komið á heimasíðuna með breytingum.