Undanfarnar vikur hefur Skáksamband Íslands staðið fyrir skólaskákmótum í samvinnu við Grunnskóla á Vesturlandi. Mótin fara fram í gegnum chess.com á fimmtudögum milli 16:30 og 17:30.
Þátttaka í mótunum hefur vitanlega farið eftir veðri en nemendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar hafa tekið þátt í öllum mótum og gengið vel. Í síðasta móti þann 16. apríl tóku fjórir nemendur þátt frá Grunnskólanum og röðuðu þeir sér í fimm efstu sætin.
Óskum þeim til hamingju með árangurinn og hvetjum fleiri til að taka þátt.