Skólaslit Grunnskólans í Grundarfirði fara fram miðvikudaginn 3. júní n.k
Nemendur í 1. – 7. bekk mæta kl. 14 í sínar stofur og taka við vitnisburðablöðum og þakklætisvott frá sínum umsjónarkennara. Áætlað er að 30-40 mínútur fari í þá dagskrá
Nemendur á unglingastigi mæta í kirkjuna kl. 16:30 þar sem útskrift 10. bekkinga fer fram. Þar eru gestir velkomnir
Foreldrafélag Grunnskólans hefur ákveðið að engin kaffisala á vegum þess verði á skólaslitum
Grunnskóla Grundarfjarðar vegna covid faraldursins.
Kaffisalan hefur verið aðalfjáröflun félagsins á síðustu árum og óskar félagið eftir stuðningi
bæjarbúa með frjálsum framlögum á reikning félagsins 0321-13-161026 Kt: 630294 2589
Með fyrir fram þökk Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar.