Þann 4. júní 2024 var skóla slitið við hátíðlega athöfn. Fyrst kl. 15:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur í 1. - 7. bekk og síðan í Grundarfjarðarkirkju fyrir 8. - 10. bekk. Útskrifaðir voru 8 nemendur úr 10. bekk og komum við til með að sakna þeirra mikið en óskum þeim velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Myndir frá skólaslitunum eru inni á myndasíðu undir skólaárið 2023-2024.
Þökkum kærlega fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar