Takmarkanir á heimsóknum í menntastofnanir Grundarfjarðarbæjar
Í ljósi þeirra óvenjulegu aðstæðna sem skapast hafa í þjóðfélaginu, og með vísan í viðbragðsáætlun Grundarfjarðarbæjar, þá höfum við hjá menntastofnunum Grundarfjarðarbæjar gert eftirfarandi ráðstafanir og óskum eftir góðri samvinnu um þær.
Við takmörkum heimsóknir til og frá stofnunum okkar, þ.e. við munum ekki fara í heimsóknir í aðrar stofnanir.
Við takmörkum ennfremur heimsóknir utanaðkomandi aðila til okkar og biðjum um gott samstarf um það. Með heimsóknum eigum við að sjálfsögðu ekki við komur forráðamanna sem þurfa að fylgja ungum börnum til skóla.
Við biðjum þau sem ekki þurfa nauðsynlega að eiga erindi við starfsfólk og nemendur, að virða þetta. Tekið verður á móti nemendum Eldhamra við ingang.
Við bendum á símanúmerin og netföng
Óskum eftir góðu samstarfi og skilningi.
Virðingarfyllst,
Anna Rafnsdóttir annaraf@gfb.is
Sigurður Gísli Guðjónsson sigurdur@gfb.is