Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Valdir verða tíu nýir fulltrúar í ráðið auk tveggja fulltrúa sem halda munu sæti sínu frá fyrra starfsári. Nýskipað ungmennaráð mun koma saman í september og starfa út næstkomandi skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk
Ungmennaráð heimsmarkmiðanna tók fyrst til starfa í apríl 2018. Hlutverk þess er að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að koma áherslumálum sínum á framfæri og miðla upplýsingum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Þá veitir ungmennaráðið stjórnvöldum ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn.
Umsóknarform er á vef heimsmarkmiða og er tengillinn her að neðan.