Upphaf skólastarfs.
Skólasetningin fer fram á morgun, þriðjudag.
Nemendur mæta kl. 10:30.
Stutt samkoma á sal, síðan munu nemendur hitta umsjónarkennara.
Í þetta sinn biðjum við foreldra og forráðamenn að koma ekki með nemendum á skólasetninguna.
Grunnskóli Grundarfjarðar vinnur núna að reglum um heimsóknir. Þær eru leyfðar þar til annað er ákveðið.
Í dag eru viðtöl fyrir nemendur í 1.bekk ásamt forráðamönnum
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:45 - 14:00. Síminn er 430-8550
Það hefur verið mikið um að vera í skólanum í sumar en meðal annars er búið að mála og koma upp aðstöðu fyrir Heilsdagsskóla. Hún verður klár á næstu dögum. Heilsdagsskóli mun hefjast miðvikudaginn 26. ágúst og verður í boði fyrir nemendur 1. - 3. bekkjar.
Nemendur fá eyðublöð frá umsjónarkennurum varðandi skráningar.
Hafragrautur verður áfram í boði og hægt að kaupa mjólkur- og ávaxtaáskrift. Veðurspáin er góð fyrstu vikuna og munum við sjálfsagt nýta hana eitthvað til útiveru.