Upplýsingar um skipulag septembermánaðar

Heil og sæl

Skipulag septembermánaðar í skólanum  er með hefðbundnum sniði. Hér kemur það helsta

 

Vikan 7. – 11. september er íþróttavika með margskonar uppbroti á hverjum degi fyrir alla bekki þá viku.

 

8. sept Heimsókn frá ÍSÍ – Ólympíuhlaupi ÍSÍ sett frá Grundarfirði

 

14.- 17. sept Kynning á starfsemi Klifurfells. Nemendur fá tíma í klifurhúsinu undir leiðsögn þjálfara.

18. september – Starfsdagur – Grunnskóli / Eldhamrar


24. sept. - Samræmd könnunarpróf 7. bekkur í íslensku
25. sept. - Samræmd könnunarpróf 7. bekkur í stærðfræði

30. sept. - Samræmd könnunarpróf 4. bekkur í íslensku
1. okt. -     Samræmd könnunarpróf 4. bekkur í stærðfræði


Við þetta bætist eitthvað við. Hinn vinsæli hafragrautur er ennþá í boði í skólanum.

Ávaxtaáskriftin hefst svo í dag og kostar 1500 krónur á mánuði.

 

Verið er að leggja lokahönd á stækkun sandkassa svo ekkert nema ímynduraflið getur stöðvað börnin þar í leik. Seinna verður settur upp smá bekkur á hliðum sandkassa sem mun nýtast til útikennslu þannig að nemendur sitja og geta rissað upp verkefni þar.

 

Sími skrifstofu skólans er 430-8550.

 

Beinn sími inn á deild Eldhamra 430-8590 – Oft eru Eldhamrar á flakki svo sem í sundi, íþróttahúsi, úti eða á öðrum stöðum í skólanum og er það þá skólaritari sem getur tekið skilaboð í 430-8550