Útikennsla

Útikennsla er alltaf að aukast í skólanum okkar og hafa kennarar verið duglegir að fara út í náttúruna þegar vel viðrar. Þar vinna nemendur fjölbreytt verkefni. Í dag fóru nemendur í 5.-7.bekk út og grilluðu pizzabrauð í Þríhyrningi. Áður hafði hópurinn farið upp í skóg og tálgað spýtur til þess að nota til að grilla brauðið.  Nemendur og kennarar voru ánægðir með hvernig til tókst. Fleiri myndir inni á myndasíðu undir slóðinni ,,Útikennsla október 2023".