Hin árlega vasaljósaganga Grunnskólans var í dag í dásamlegu veðri. Gengið var fylgtu liði upp í skógrækt og Brynjar Þór í 9. bekk las upp jólasögu. Síðan var farið til baka og allir gæddu sér á heitu kakói og kexi. Fleiri myndir inni á myndasafni.