Vikan gekk vel, nemendur halda áfram að vinna að fjölbreyttum verkefnum. Þessi vika var tileinkuð hreyfingu og var farið út í einhverskonar hreyfingu á öllum dögum, mislengi.
Á föstudaginn í næstu viku, 18. september, er starfsdagur hjá starfsfólki og nemendur því í fríi þann dag.
Við ætlum að fara í Klifurhúsið í næstu viku og fara allir bekkir tvisvar sinnum í Klifurfell og æfa þar undir leiðsögn þjálfara.