Vikupóstur

Sæl öll 

Vikan hefur gengið vel og óhætt að segja að frímínútur í ,,golu” gærdagsins hafi verið upplifun.  

Við erum farin að huga að árshátíð og verður útfærsla á henni kynnt þegar síðar. Eitt er þó víst að við gerum allt sem hægt er til að hafa hana opna áhorfendum. 

Hún Sassa hjá KVAN var með unglingana í vinnu á miðvikudaginn í Samkomuhúsinu. Vinnan var um menningu og hvað við getum gert til að finna styrkleika okkar sem einstaklinga og hópur. Mjög áhugavert verkefni og mun hún koma aftur í næstu eða þar næstu viku til að klára. Einnig verður í boði foreldrafundur um afrakstur þessara vinnu – Nánar auglýst síðar. Unglingarnir voru ánægðir með daginn og Sassa hafði orð á því að við ættum frábæra unglinga, sem við þegar vissum.

Foreldrakönnun Skólapúlsins hefur verið send út og hvetjum við forráðamenn til að taka þátt. Það  þarf að ná 80% svarhlutfalli svo könnunin teljist marktæk. Þriðjudaginn í næstu viku  verður lögð fyrir könnunin ungt fólk, könnun á högum og líðan barna og ungmenna í 5. til 10. bekk grunnskóla á Íslandi.

Miðvikudaginn 8. febrúar er svo öskudagur, þá gerum við ráð fyrir að skóla ljúki kl. 13.15, heilsdagsskólinn er opinn eins og venjulega.

Gunnar Andri kynnti nemendum á miðstigi í dag leik sem heitir Ringo.
Mikið fjör – Góða helgi